Dæmdur fyrir skjalafals við hrossakaup

heradsdomur austurlands hamar 0010 webHéraðsdómur Austurlands hefur dæmt sextugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að falsa undirskrift sjálfskuldarábyrgðarmanns á skuldabréfi og fjarlægja lausamuni úr bát eftir að hann var seldur á uppboði.

Ákærði hafði gengið frá kaupum á tveimur hryssum haustið 2010 en hvorki sótt þær né greitt að fullu strax. Hann sótti þær loks í árslok 2011 og framvísaði þá skuldabréfi til að ljúka málinu.

Ábyrgðarmaðurinn hefði meðal annars verið með í þeirri för þar sem var töluverð drykkja.

Vandamálið snérist hins vegar að áritun sjálfsskuldarábyrgðarmanns. Ákærði viðurkenndi að hafa skrifað nafn hans sjálfur á bréfið en hélt því fram að ábyrgðarmaðurinn hefði veitt til þess heimild í gegnum síma.

Það kannaðist hann ekki við og lét ákærða vita af því. Hann kvaðst hafa talið ákærða vera að vinna í málinu uns hann frétti af því að gert hefði verið hjá honum fjárnám vegna hennar.

Fyrir dómi sagðist ábyrgðarmaðurinn hafa verið reiðubúið að gera ýmislegt fyrir ákærða, „en að setja [sitt] nafn á einhverja pappíra frá honum, það hefði ég aldrei gert."

Framburður hans taldist trúverðugur auk þess sem önnur vitni mundu ekki eftir að hafa orðið vitni að því þegar hann veitti leyfi fyrir undirrituninni.

Þá var karlmaðurinn einnig dæmdur fyrir að fjarlægja netaspil, talstöð og staðsetningarbúnað úr bátnum Sunnu SU-77 sem hafði verið í eigu fyrirtækis hans Exetera ehf., þar sem hann lá í höfninni á Breiðdalsvík eftir að hafa verið seldur á nauðungaruppboði í byrjun árs 2013.

Hluta búnaðarins fjarlægði hann eftir að hafa fengið tilboð í hann og vonaðist þar með að geta komið í veg fyrir uppboðið.

Dómurinn taldi sannað að búnaðurinn hefði verið í bátnum við söluna og teldist því hluti af fylgibúnaði þess.

Í dóminum kemur fram að ákærði eigi að baki allnokkurn sakaferil frá árinu 1976, bæði fyrir skjalabrot og umferðarlagabrot. Auðgunarbrotin hafi hann þó ekki gerst sekur um í rúm 20 ár.

Dómurinn dæmdi hann því í 30 daga skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára og til að greiða skipuðum verjanda rúma eina milljón króna í málsvarnarlaun. Einkaréttarkröfu nýrra eigenda var hins vegar hafnað.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.