Dæmdur fyrir að birta nektarmyndir af fyrrverandi kærustu á Facebook

heradsdomur domsalurNítján ára karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands fyrir helgi dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fyrir að birta fimm nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni á Facebook. Dómurinn hafnaði öllum rökum drengsins.

Fyrir rúmu ári birti drengurinn fimm nærmyndir af bakhluta og kynfærum konu á Facebook-síðu sinni með orðunum „Takk fyrir að halda framhjá mér sæta" og nafni stelpunnar, sem þá var sautján ára. Myndirnar hafði hún sjálf tekið og sent honum á meðan sambandi þeirra stóð.

Fyrir dómi hélt hann því meðal annars fram að myndbirtingin stjórnaðist ekki af kynferðislegri þörf heldur reiði.

Dómurinn hafnaði þeirri röksemdafærslum drengsins sem og öðrum sem hann reyndi að hafa uppi. Í dóminum segir að ekkert bendi til annars en háttsemin um að birta myndirnar sé af kynferðislegum toga.

Af hvaða hvötum ákærði stjórnist þegar hann birti myndirnar breyti ekki eðli verknaðarins. Ákært er fyrir birtingu myndanna en ekki töku þeirra og óumdeilt er að birtingin hafi verið í algjöru heimildaleysi, til þess fallin að brjóta gegn blygðunarsemi stelpunnar.

Til þess var litið við ákvörðun refsingar að ákærði væri ungur að árum, með hreinan sakaferil, frá upphafi játað brot sitt skýlaust og fjarlægt myndirnar innan fárra mínútna.

Hann var því dæmdur í 60 daga fangelsi en það er skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða 620 þúsund í sakarkostnað og stelpunni 250.000 í miskabætur.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.