Sigurður Kári 12 ára býður upp á snjómokstur: Hann er stórhuga og fær gjarnan svona hugmyndir

snjomokstur sigurdur kariÞegar blaðamaður Austurfréttar átti leið um sjoppu á Eskifirði fyrir skemmstu vakti athygli hans auglýsing sem hékk þar upp á vegg. Þar var 12 ára strákur að bjóða uppá snjómoksturs þjónustu. Austurfrétt langaði að vita meira um þennan snilling og hringdi í númerið sem kom fyrir á auglýsingunni.

"Já þetta er sonur minn. Hann heitir Sigurður Kári Valgeirsson og hann er alltaf að safna sér pening. Hann fékk þessa hugmynd þegar hann bauðst til að moka snjó hjá nágrannkonu okkar fyrir skemmstu. Hann varð svo ánægður þegar hann fékk þúsund krónur fyrir og fékk svo kaffi og kökur. Þá sá hann í hendi sér að hann gæti kannski gert meira af þessu til að safna. En hann er mjög duglegur að safna dósum,“ segir Aðalbjörg Guðbrandsdóttir, móðir Sigurðar en þau eru búsett á Eskifirði.

Hugmyndaríkur

„Ég hjálpaði honum svo að gera auglýsingu sem við hengdum upp í sjoppunni hérna í nágrenninu. Viðbrögðin hafa ekki verið mikil enn sem komið er, enda búið að vera gott veður og ekki mikill snjór undanfarið, en kannski fer síminn að hringja núna eftir veðurofsann í gær og í dag. Hann yrði rosalega ánægður með það.“

Er hann gjarn á að fá svona hugmyndir? „Hann er stórhuga hann sonur minn og fær mikið af hugmyndum. Hann er einmitt farinn að spá í að útbúa eitthvað skemmtilegt til að selja ferðmönnunum á skipunum í sumar. Mér finnst þetta frábært og styð hann heilshugar í þessu,“ segir Aðalbjörg stolt.

Þeir sem vilja nýta sér snjómoksturs þjónustu Sigurðar geta hringt í móður hans í síma: 844 9671.

Mynd1: Sigurður Kári. Mynd úr einkasafni
Mynd2: Auglýsingin sem blaðamaður rakst á í sjoppunni á Eskifirði.
snjomokstur

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.