Strætóinn fylltist af snjó: Aldrei séð svona mikið inni í þeim

straeto snjorHlyni Bragasyni hjá Sæti ehf. sem annast akstur almenningssamganga á Fljótsdalshéraði brá heldur í brún þegar hann mætti í vinnuna í morgun því strætisvagninn var fullur af snjó.

„Það hefur fokið upp hurð og vagninn fylltist af snjó. Það stóð nokkurn vegin beint upp á hann. Dyrnar eru opnaðar með lofti og þær eiga til að gera þetta þegar loftið fer af bílnum," segir Hlynur.

„Þetta er ekkert flókið. Maður mokar þessu bara út, svo fer hann að keyra," segir Hlynur en tekur fram að hann hafi „aldrei séð svona snjó inni" inni í bílnum.

Strætisvagninn hefur verið hafður inni til þerris í dag. Akstur strætisvagnanna hófst eftir hádegi í dag en um klukkan þrjú byrjaði að blása aftur innanbæjar á Egilsstöðum og í Fellabæ.

„Bæjarverkstjórinn var að hringja og segja mér að það væri orðið mjög vont að halda opnu. Við ætlum að taka stöðuna og sjá hvað við keyrum lengi. Það eru fáir farþegar."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.