Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur fólksbíls og vörubíls

logreglanÖkumaður fólksbíls var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar eftir árekstur fólksbíls og vörubíls rétt utan við Egilsstaði í hádeginu í dag. Gríðarleg hálka var á svæðinu þegar slysið varð.

Slysið varð á Seyðisfjarðarvegi, rétt utan við Eyvindará. Ökumaður fólksbílsins handleggsbrotnaði og hlaut fleiri áverka og var fluttur á sjúkrahús en ökumaður vörubílsins slapp ómeiddur.

Báðir bílarnir eru illa farnir, fólksbíllinn ónýtur og vörubíllinn mikið skemmdur.

Lögreglan rannsakar tildrög slyssins en veruleg ísing var á veginum þegar slysið varð og varla stætt á veginum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.