Lítil veiði á fyrsta degi rjúpnaveiða: Snéru frá út af þoku

helgi olafssonÞoka gerði austfirskum rjúpaskyttum erfitt fyrir á fyrsta degi rjúpaveiðitímabilsins í gær. Veiðmaður segir þá sem héldu til fjalla í gær lítið hafa haft upp úr krafsinu.

„Við byrjuðum á Öxi í morgun en snérum þaðan vegna þoku. Þá fórum við yfir í Fáskrúðsfjörð og gengum fjallið þar en það var lítið að sjá," sagði Helgi Snævar Ólafsson í samtali við Austurfrétt í gærkvöldi.

Hann og félagi hans fengu alls fjórar rjúpur yfir daginn. Helgi segist hafa heyrt í fleiri veiðimönnum sem höfðu sömu sögu að segja. Mesta veiðin voru fjórtán rjúpur hjá þremur veiðimönnum saman. „Þetta eru engar veiðitölur."

Hann telur þó að rjúpan sé til staðar. „Þetta er ekkert að marka. Það var svo mikil þoka og fuglinn hátt uppi í klettum. Ég held að það sé nóg af fugli.

Menn snéru bara frá út af þokunni en maður heyrði af einum og einum veiðimanni niður á fjörðum sem náði nokkrum."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.