Tvær rútur út af á Fagradal í hálku

logreglanTvær rútur fuku út af veginum yfir Fagradal í morgun. Nokkur óhöpp hafa orðið í mikilli hálku á Austfjörðum í morgun og í gær en ekki hafa orðið slys á fólki.

Rúta með 30 starfsmenn á leið til vinnu í álverinu fór út af á Fagradal í morgun. Önnur rúta var send til að sækja fólkið en ekki vildi betur til en svo að hún fór líka út af veginum. Björgunarsveitarmenn úr Héraði fóru á staðinn og komu fólkinu á leiðarenda.

Hvasst og hált var á Fagradal í morgun þannig að rúturnar fuku út af. Þær verða sóttar þegar vind lægir.

Nokkur óhöpp hafa orðið í dag og í gær í vetrarfærð í umdæmi lögreglustjórans á Seyðisfirði. Flutningabíll fór út af á Háreksstaðaleið í nótt, í gærkvöldi valt bíll á Fjarðarheiði og talsvert var af árekstrum í gærdag. Ekki hafa orðið nein slys á fólki.

Rólegra hefur verið í Eskifjarðarumdæmi en þar voru þó 1-2 útköll á fjallvegi á suðurfjörðum í gær.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.