Þrír lemstraðir eftir bílslys á Fagradal

logreglanÞrír voru fluttir á sjúkrahús eftir árekstur tveggja bifreiða á Fagradal á föstudagskvöld, þar af var einn sendur á Akureyri með sjúkraflugi. 

Tveir bílar sem komu úr gagnstæðum áttum rákust saman og enduðu báðir utanvegar. Tveir voru í öðrum bílnum og einn í hinum. Að slysinu kom sjúkrabíll frá Slökkviliði Fjarðabyggðar en hann var að flytja sjúkling í Egilsstaði í flug.

Tveir voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað með sjúkrabíl og einn fór í sjúkraflug til Akureyrar ásamt þeim sjúklingi sem þegar var á leið í sjúkraflugið. Sjúkrflugvél Mýflugs gat tekið báða sjúklingana en tafðist aðeins vegna slyssins.

Bílarnir komu úr gagnstæðri átt. Akstursskilyrði voru ágæt á Fagradal en þó rigningarskúrir og myrkvað. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni á Eskifirði að farþegarnir hefðu verið „lemstraðir"

Helgin var annars róleg í lögregluumdæminu. Þær upplýsingar fengust að rannsókn á máli lögregluþjóns úr Seyðisfjarðarumdæmi, sem grunaður er um að hafa brotið af sér í starfi, sé komin „á lokastig."

Þá gengur rannsókn lögreglunnar á Höfn á stuldi á brúargólfum, sem fundist í fjárhúsum í Álftafirði, ágætlega en brúarhólfið endurheimtist.

Vikan var sömuleiðis róleg í Seyðisfjarðarumdæmi. Þar grandskoðaði lögreglan, í samstarfi við tollayfirvöld, bakgrunn þriggja Litháa sem komu til landsins með Norrænu í síðustu viku. Þeir fengu að halda áfram en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur síðan þurft að hafa afskipti af þeim vegna þjófnaðar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.