Sex sóttu um stöðu sérfræðings Háskóla Íslands á Austurlandi

egilsstadirSex sóttu um starf akademísks sérfræðings við Stofnun rannsóknarsetra Háskóla Íslands á starfsstöð hennar á Austurlandi en umsóknarfresturinn rann út í byrjun vikunnar.

Stofnun Rannsóknasetra Háskóla Íslands hyggst koma á fót rannsóknarverkefni til tveggja ára undir yfirskriftinni Maður og náttúra frá og með haustinu 2014, í samvinnu við sveitarfélagið Fljótsdalshérað.

Markmið Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands er að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf. Stofnunin er jafnframt vettvangur samstarfsverkefna háskólans við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni.

Gerð var krafa um að umsækjendur hefðu lokið doktorsprófi en auk sjálfstæðra akademískra rannsókna þarf starfsmaðurinn að geta tekið að sér að leiðbeina háskólanemum í framhaldsnámi.

Sérfræðingurinn verður starfsmaður Háskóla Íslands en hefur starfsaðstöðu á Egilsstöðum í Austurbrú og gegnir starfi sínu þaðan. Búseta á svæðinu er skilyrði. Um fullt starf er að ræða og verður ráðið í starfið til tveggja ára með möguleika á framlengingu.

Umsækjendur eru:

Adriana Josefina Binimelis Saez
Julia Martin
Marin Ív. Karlsson
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir
Sigrún Birna Sigurðardóttir
Unnur Birna Karlsdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.