Landverðir á austursvæði rólegir og vel upplýstir: Almannavarnir á óvissustigi

bardarbunga kortEngum leiðum hefur enn verið lokað austan Jökulsár á Fjöllum vegna hugsanlegs eldgoss í Bárðarbungu. Hjá Vatnajökulsþjóðgarði er fylgst náið með þróun mála. Viðbúnaður almannavarna er á óvissustigi.

Óvissustigið þýðir að atburðarás er hafin sem á síðari stigum gæti valdið hættu. Aukið samráð er því haft við þá aðila sem málið varðar.

Í gær fundaði almannavarnadeild ríkislögreglustjóra meðal annars með innlendum hagsmuna- og viðbragðsaðilum, þar sem farið var yfir stöðuna með samgönguyfirvöldum, orkufyrirtækjum, fjarskiptafyrirtækjum, viðbragðsaðilum, fulltrúum ferðaþjónustunnar og fleirum.

Óvissustigið er fyrsta stigið í stigakerfi almannavarna en á eftir því taka við hættu- og síðar neyðarstig. Því er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað.

Hjá Vatnajökulsþjóðgarði er fylgst náið með framþróun mála en landverðir sem tilheyra austursvæði eru staðsettir í Snæfelli, Kverfjöllum og Hvannalindum.

Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður svæðisins segir þá alla vel upplýsta, rólega og fylgjast vel með.

Engum vegum hefur verið lokað á austursvæðinu, það er austan Jökulsár á Fjöllum en út af yfirvofandi hættu hefur leiðum á norðursvæði verið lokað.

Öll umferð í Öskju fer því í gegnum Krepputungu eins og er. Landverðir, sem eru sumarstarfsmenn staðsettir á svæðunum, eru í viðbragðsstöðu ásamt þjóðgarðsvörum og öðrum starfsfólki þjóðgarðsins. Starfsfólk ferðafélaganna, einkum skálaverðir, eru einnig í viðbragðsstöðu.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.