Hafa áhyggjur af umfangi uppfyllingar fyrir neðan dalshverfið

eskifjordur eskjaÍbúar á Eskifirði hafa áhyggjur af umfangi efnis úr Norðfjarðargöngum sem komið hefur verið fyrir neðan við bæinn. Þeir hafa meðal annars áhyggjur af áhrif umferðar á fuglalíf.

Þetta kemur fram í bréfi sem Íbúasamtök Eskifjarðar sendu sveitarfélaginu Fjarðabyggð nýverið. Efni er keyrt út úr Norðfjarðargöngum og komið við fyrir neðan Árdal og notað til að byggja upp landfyllingu fyrir neðan sundlaugina við ós Eskifjarðarár.

Í erindinu segir að margir Eskfirðingar hafi „áhyggjur af umfangi og stærð uppfyllingarinnar." Þar segir að vegur fyrir þungavinnuvélar verktaka ganganna sé kominn „mjög nærri" leirunum og varpsvæðinu sem sé á hólmunum.

Þess er óskað af bæjaryfirvöldum að þau „leggi hart að verktakanum að lágmarka uppfyllingu eins og kostur er á þessu fallega og viðkvæma svæði í ósum Eskifjarðarár."

Þá lýsa samtökin yfir áhuga á að vera með í útfærslu á lokafrágangi á uppfyllingarsvæðinu. Hugmyndir hafa meðal annars verið viðraðar endurvekja tjörn sem var þar áður og gera göngu- og útivistarsvæði á svæðinu.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.