Íslendingar í kanadísku samfélagi

Stefán Jónsson, frææðimaður, rithöfundur og ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu flytur á morgun, sumardaginn fyrsta, fyrirlesturinn „Íslendingar í hinni kanadísku mósaíkmynd“ í Safnahúsinu á Egilsstöðum.


Í fyrirlestrinum mun Stefán fjalla um Íslendinga í hinu fjölbreytta kanadíska samfélagi: „Árið 2017 eru 150 ár frá stofnun kanadíska sambandsríkisins, ríkis sem varð til við fullveldi gömlu bresku nýlendanna í Norður-Ameríku.

Búferlaflutningar Íslendinga til Kanada hófust aðeins fimm árum síðar þegar innflytjandinn Sigtryggur Jónsson kom til borgarinnar Quebec á leið sinni til Ontario. Í innflytjendaflóðinu sem reið yfir á næstu árum gegndi hann lykilhlutverki í því að beina Íslendingum til Kanada og varð til þess að stór hluti Íslendinga settist að þar í landi, frekar en að fara til Bandaríkjanna.

Þessir fyrstu íslensku innflytjendur í Vestur-Kanada festu fljótt rætur og samlöguðust samfélaginu sem fyrir var. Síðan þá hafa íslenskir innflytjendur og afkomendur þeirra haft áhrif á nær öllum sviðum kanadísks samfélags.“

Fyrirlesturinn er í boði The Icelandic National League of North America og Þjóðræknisfélags Íslending og er hluti af The international visits program sem felst í því að félögin styrkja fræðimenn og fyrirlesara til að ferðast, annað hvort frá Íslandi eða til Íslands, til að fjalla um málefni Vestur-Íslendinga.

Hann hefst kl. 16:00 og fer fram á neðstu hæð Safnahússins, fyrir framan Héraðsskjalasafnið. Fyrirlesturinn fer fram á ensku en hægt verður að nálgast útdrátt á íslensku á staðnum. Aðgangur er ókeypis.

Þá sýnir Kómdedíuleikhúsið einleikinn Gísla á Uppsölum í félagsheimilinu Miklagarði annað kvöld. Að sýningu lokinni býðst gestum að spjalla við leikarann og höfundinn Elfar Loga Hannesson. Sýningin hefst klukkkan 20:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar