
Norðfjarðargöng: Vinnu við steypt mannvirki lokið
Lokið var við uppsteypu undirganga á Dalbraut í Eskifirði um miðjan nóvember og innan ganga lauk uppsteypu nú um mánaðarmótin. Með þessum áföngum lauk vinnu við steypt mannvirki í verkinu og er nú verktakinn að ganga frá krana og mótum á svæðinu.Uppsetning vatnsklæðninga kláraðist einnig um miðjan nóvember. Sprautusteypa yfir klæðningarnar er nú í gangi og er áætlað að þær klárist seinni hluta janúar.
Vegagerð utan ganga er nú í gangi og hefur verktaki getað nýtt sér veðurblíðuna að undanförnu. Aðallega hefur hann unnið Norðfjarðarmegin við ýmsan frágang eins og grjóthleðslur, fyllingar o.fl.
Myndir: Hnit verkfræðistofa

Mynd 1: Undirgöng á Dalbraut í Eskifirði ásamt vegskála

Mynd 2: Undirgöng á Dalbraut í Eskifirði

Mynd 3: Veggur steyptur í útskoti inn í göngum

Mynd 4: Vatnsklæðingar í göngum. Verið að sprautusteypa yfir klæðingar

Mynd 5: Fyllt að vegskála í Norðfirði