Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Allt að verða klárt fyrir sjálfan gröftinn

nordfjardargong 22102013 3 webUndirbúningur við ný Norðfjarðargöng heldur áfram en búist er við að formlegur gangagröftur hefjist fyrri hluta nóvembermánaðar. Norðfjarðarmegin er byrjað að gera klárt svæði undir vinnubúðir.

Fyrsta sprengingin í forskeringunni Eskifjarðarmegin var fyrir tíu dögum síðan. Þar hefur verið sprengt áfram fyrir gröftinn.

Unnið er að lokafrágangi vinnubúða og skrifstofuhúsnæðis verktaka og eftirlits auk þess að reisa verkstæðis- og geymsluskemmur.

Norðfjarðarmegin er byrjað að undirbúa að vinnubúðir rísi neðan við Kirkjuból í Fannardal. Von er á fyrstu búðunum innan skamms.

Ný brú yfir Norðfjarðará er tilbúin og búið að veita ánni undir hana. Unnið er að tengja hana með vegslóða að gangamunnanum í Fannardal.

Á meðfylgjandi myndum má sjá bor í forskeringunni við Eskifjörð, en þegar hann hefur lokið vinnu sinni þar, verður bergstálið um 16 metra hátt. Einnig eru myndir af vinnu við skemmur við gangamunnann og Norðfjarðará, sem rennur nú í farvegi sínum undir nýju brúna.

nordfjardargong 22102013 2 web
nordfjardargong 22102013 1 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.