Norðfjarðargöng: Farið varlega af stað í byrjun

Í síðustu viku voru grafnir 36,5 metrar og því alls 71,3 metra. Jarðlög eru þannig að rétt þykir að fara hægt í gegnum bergið og styrkja vel jafnóðum.
Efst í þaki ganganna er veikburða, rautt lagskipt set sem hefur litla burðargetu. Því er farið varlega á meðan áhrifa þess gætir.
Samhliða sprengivinnu er enn unnið að því að útbúa aðstöðu. Verið er að setja upp kapla og einangra lagnir inn að göngunum, setja upp lofthreinsibúnað og ýmislegt fleira sem tengist vinnunni í göngunum.
Farið er varlega meðan áhrifa rauða setlagsins efst í myndinni gætir. Ljósmynd: Ófeigur Örn Ófeigsson/Hnit verkfræðistofa