Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Heilög Barbara á sinn stað í kvöld

barbara1Líkneski af heilagri Barböru verður komið fyrir við munna væntanlegra Norðfjarðarganga í kvöld. Barbara verndar þá sem vinna í námum og neðanjarðar samkvæmt kaþólskri trú.

Áður en fyrsta haftið var sprengt í göngunum í dag var búið að höggva litla syllu rétt við gangnamunnann Eskifjarðarmegin. Líkneskið var komið á svæðið en eðlilega ekki sett upp fyrr en að lokinni sprengingunni. Von var á kaþólskum presti til að stýra lítilli athöfn þegar líkneskinu yrði komið á sinn stað.

Tékkneska verktakafyrirtækið Metrostav er aðalverktaki ganganna ásamt Suðurverki. Kaþólsk trú er þjóðtrú í Tékklandi.

barbara2

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.