Einungis 56 rafbílar bæst við austfirska bílaflotann á árinu
Aðeins 56 rafbílar hafa selst á yfirstandandi ári á Austurlandi nú þegar rétt rúmur mánuður er til stefnu áður en opinberir styrkir til rafbílakaupa lækka um hartnær helming per bifreið.
Samkvæmt glænýjum gögnum frá Samgöngustofu er heildarfjöldi skráðra rafbíla frá Vopnafirði í norðri að Djúpavogi í suðri alls 355 talsins. Fjöldi nýrra rafbíla í fjórðungnum á þessu ári rétt tæplega helmingi meiri en árið 2024 þegar einungis 26 rafbílar voru seldur austur á land. Metárið er ennþá 2023 þegar Austfirðingar keyptu alls 98 rafbíla.
Líkt og undanfarin ár eru það íbúar á Héraði sem eru spenntastir fyrir að aka um á rafmagni en rúmlega 40% allra skráðra rafbíla austanlands finnast þar. Þar næst koma Reyðfirðingar, Eskfirðingar og Norðfirðingar í þessari röð.
Samkvæmt núverandi reglugerð lækka ríkisstyrkir vegna rafbílakaupa verulega um áramótin en síðastliðin ár hefur fengist allt að 900 þúsund króna styrkur á hvern keyptan rafbíl