Einn slasaður eftir bílveltu í Norðfirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 10. sep 2019 13:32 • Uppfært 10. sep 2019 13:32
Bílvelta varð á áttunda tímanum í morgun á Norðfjarðarvegi. Að sögn lögreglunnar á Austurlandi varð slysið til móts við reiðhöll hestamannafélagsins Blæs, nálægt gatnamótum Norðfjarðarvegs og Oddskarðsvegs.
Ökumaður var einn í bílnum og var hann fluttur töluvert slasaður með sjúkraflugi til aðhlynningar á Landsspítala. Ekki er vitað nánar af meiðslum mannsins.
Bíllinn fór nokkrar veltur og endaði að sögn vegfarenda úti á túni í þó nokkurri fjarlægð frá veginum.
Málið er í rannsókn.