Skriðuföll á Fagradal

 Þjóðveginum um Fagradal hefur verið lokað vegna skriðufalla um óákveðinn tíma. Ausandi rigning hefur verið á Fagradal í dag. Líklegt er að vegurinn verði opnaður aftur með morgninum.

Námskeið fyrir konur um stofnun og rekstur fyrirtækja

Impra nýsköpunarmiðstöð gengst nú í ellefta sinn fyrir svokölluðum Brautargengisnámskeiðum á landsbyggðinni. Haustið 2008 er áætlað að halda námskeiðið á þremur stöðum á landinu, þ.e. á Reyðarfirði, Akureyri og Suðurnesjum(Keilissvæði). Alls hafa yfir sjö hundrað konur víðs vegar um land lokið Brautargengisnámskeiði frá upphafi.
impra_logo.jpg

Lesa meira

Lokasprettur hreindýraveiða

Um eitthundrað og fimmtíu hreindýr voru óveidd af leyfilegum kvóta þegar seinasta vika hreindýraveiðitímabilsins rann upp.

 

Lesa meira

Öll austfirsku liðin úr leik

Þriðju deildar lið Sindra og Hugins í karlaflokki og kvennalið Hattar í 1. deild eru öll fallin úr leik í úrslitakeppni deildanna.

 

Lesa meira

Minningarbók Hrafnkels

Vinir og ættingjar Hrafnkels A. Jónssonar, fyrrv. formanns Verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins og forstöðumanns Héraðsskjalasafnsins á Egilsstöðum, sem lést á síðasta ári, hafa ráðist í útgáfu minningarbókar um Hrafnkel. Sjá tilkynningu frá útgefendum.

Lesa meira

Fundað vegna fjárhagsstöðu HSA

Þingmenn Norðausturkjördæmis funda í hádeginu vegna fjárhagsstöðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA). Fundurinn er haldinn að frumkvæði þingmanna Framsóknarmanna.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar