Ásýnd Íslands og sérstaða

Milljónir manna um allan heim dreymir um að ferðast til Íslands. Orðspor landsins hefur dreifst um allar heimsálfur og er náttúra landsins og menningarminjar eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustunnar. Ferðamönnum hefur fjölgað hratt síðustu árin og ferðaþjónustan hefur náð þeim stað að verða ein af okkar stærstu atvinnugreinum.

Lesa meira

Af vindorku og verdensfrelsurum

Þau er mörg fárin sem hrjá heiminn. Þegar kovidfaraldurinn er loks í rénum tekur við stríð í Evrópu. Loftslagsvandinn er óleystur og orkukreppa sömuleiðis. Allt virðist vera tilvinnandi til að leysa þá síðastnefndu.

Lesa meira

Þakkir fyrir liðið ár

Nú hefur árið 2022 runnið sitt skeið. Það hefur svo sannarlega verið viðburðaríkt ár, bæði fyrir mig persónulega og í pólitíkinni. Það er ávallt sérstök stund í lok árs hvers árs að setjast niður og hugsa um árið sem er að líða, sum ár eru viðburðaríkari en önnur og það má með sanni segja að þetta ár hafi verið eitt af þeim viðburðaríku.

Lesa meira

Hvernig útvarpsgjaldið verður að tvískatti

Ég hélt að sú meginregla gilti að einstaklingurinn skyldi ekki greiða sama skattinn tvisvar. Eftir yfirlegu mína á útvarpsgjaldinu, sem við öllum borgum, hef ég þó farið að spyrja spurninga um hvort það brjóti í bága við þessa reglu.

Lesa meira

Skemmtiferðaskipakomur alls ekki bölmóður einn, nema síður sé!

Af gefnu tilefni langar mig að tala aðeins um Seyðisfjarðarhöfn og þróun móttöku ferðamanna á höfninni í gegnum tíðina. Höfnin er ein af grunnnetshöfnum landsins, hefur verið mikilvæg höfn í samskiptum við meginland Evrópu frá örófi alda og frá náttúrunnar hendi er hún ein besta höfnin á Íslandi.

Lesa meira

Líkið er fundið!

Útgáfa austfirskra gamansagna er orðinn árviss viðburður hjá Bókaútgáfunni Hólum. Nú hefur Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku tekið saman nokkrar magnaðar sögur af Jökuldælingum í bókinni Líkið er fundið. Hér á eftir fara nokkrar sögur úr bókinni.

Lesa meira

Spilling og yfirgangur í Seyðisfirði

Nú hafa svæðisráð og starfsmenn Skipulagsstofnunar skilað af sér hálfunninni og meingallaðri tillögu að framtíðar strandsvæðaskipulagi Austfjarða til Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra til samþykktar eða synjunar.

Lesa meira

Cathy Ann Josephson: „Bíð ekki eftir fólki sem segir alltaf nei“

Cathy Ann Josephson segist vera með sex húfur – eiginkona, myndlistakona, handverkskona, gistihúsarekandi, kvenfélagskona og vesturfarasérfræðingur. Hún fluttist til Íslands fyrir fjórtán árum og vill hvergi annars staðar vera en í Vopnafirði. Hún hefur flutt tæplega þrjátíu sinnum á ævinni, missti manninn sem hún giftist fyrst á Vopnafirði úr krabbameini. „Við skulum ekki ræða um veðrið – það er ekki til neins,“ segir hún okkur.

Lesa meira

Eflum flugvellina okkar

Við höfum öll orðið vör við talsverða fjölgun ferðamanna til Íslands á síðastliðnum árum. Flestar ferðir til og frá landinu eru í gegnum Keflavíkurflugvöll. Hins vegar eru ný flugfélög að ryðja sér rúms hér á landi, en ferðir þessara félaga fara gegnum flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.