Yndislegar gamlar jólamyndir

Ný myndasýning er komin inn á heimasíðu Héraðsskjalasafns Austfirðinga, www.heraust.is. Sýningin nefnist einfaldlega Jólasýning. Að venju hefur Arndís Þorvaldsdóttir haft veg og vanda af vali mynda á sýninguna og jafnframt ritar hún myndatexta. Myndirnar í sýningunni eru allar teknar af Emilíu Blöndal. Ártöl eru tilgreind séu þau þekkt.

jlamynd_hrasskjalasafns.jpg

Emilía Antonsdóttir Blöndal fæddist á Seyðisfirði 6. mars 1897. Hún lærði ljósmyndun á Ljósmyndastofu Eyjólfs Jónssonar og starfaði þar á árunum 1915-1924. Árið 1924 giftist hún Theódór Blöndal, bankaútibússtjóra, og vann ekki opinberlega við ljósmyndun eftir það. Emilía lést árið 1987. Ljósmyndavélin var þó aldrei langt undan og eru myndir Emilíu ómetanlegar heimildir um mannlíf og atvinnuhætti í Seyðisfjarðarkaupstað á 20. öld. Í lífi Emilíu var fjölskyldan í fyrsta sæti og sýna margar myndir hennar börn að leik og eru þannig bæði heimild um leiki barna og klæðnað. Afkomendur Emilíu færðu Ljósmyndasafni Austurlands myndir hennar og filmusafn til varðveislu árið 2003. Sólveig Sigurðardóttir, bókvörður á Seyðisfirði, skannaði myndirnar og vann samhliða ómetanlegt starf við öflun upplýsinga.

Myndin er úr jólamyndasýningu Héraðsskjalasafns Austurlands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.