Vegfarendur sýni aðgát og leiti upplýsinga um færð

Vegna hvassviðris og élja má víða búast við slæmu ferðaveðri á austanverðu landinu fram eftir degi. Búist er við mjög hvössum vindhviðum í Öræfum. Víða um suðaustur- og austurströndinni er ekkert ferðaveður og eru vegfarendur beðnir um að leyta sér upplýsingar um færð og veður áður en lagt er á stað. Austanlands er þæfingur á Fjarðarheiði, mokstur stendur yfir. Hálkublettir, snjóþekja og skafrenningur á öðrum leiðum þó er þungfært og stórhríð er á Breiðdalsheiði. Ófært og óveður er á Öxi. Hellisheiði eystri er lokuð.

fr.jpg

Viðvörun: Búist er við stormi suðaustanlands fram eftir degi. Spá: Norðan 10-18 m/s, en 15-23 m/s á Suðausturlandi fram eftir degi og snarpar vindhviður. Snjókoma á norðaustanverðu landinu, stöku él á Norðvesturlandi, en annars léttskýjað að mestu. Dregur úr vindi og ofankomu með kvöldinu. Norðan 8-15 í kvöld og á morgun og dálítil él norðantil. Frost 2 til 9 stig.

Mjög hvasst var á Austurlandi í gær. Björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðsfirði var kölluð út um hádegið þegar þak fauk í heilu lagi af garðhúsi og Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði þurfti að aðstoða um svipað leyti þar sem þakskyggni og þak og á íbúðarhúsi var við það að losna. Rúða brotnaði í húsi á Seyðisfirði vegna óveðursins. Þegar leið á daginn var Hjálparsveit skáta í Möðrudal kölluð út til að hjálpa fólki á þeim slóðum, en bifreið fólksins var þá farin að hökta vegna kulda og fannfergis. Rúður brotnuðu í bílum á ferð á suðausturlandi í gær.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.