UÍA og ÞNA vinna saman að félagsmálafræðslu

Þekkingarnet Austurlands og Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands hafa gert með sér samstarfssamning fram á vor. Samningurinn felur það í sér að UÍA undirbýr og heldur námskeið sem tengjast félagsstarfi á vorönn 2010. UÍA hefur á árinu markvisst byggt upp félagsmálafræðslu sína og haldið námskeið víða um fjórðunginn. Þar með var þeirri vinnu sem hleypt var af stokkunum með félagsmálaskóla UÍA seinasta vetur haldið áfram. Námskeið UÍA verða hluti af víðari fræðslu Þekkingarnetsins sem einkum er ætluð atvinnulausum.

uia_tna_vefur.jpg

„Það er okkur mikils virði að fá að vinna með Þekkingarnetinu. Það er ákveðin viðurkenning á þeirri vinnu sem við höfum staðið fyrir og vonandi verður framhald á samstarfi þessara aðila,“ sagði Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA.

„Okkur finnst mikilvægt að geta nýtt okkur þá þekkingu, reynslu og tengsl sem ungmennahreyfingin á Austurlandi býr yfir. Við hlökkum til samvinnunnar og vonum að þetta sé aðeins upphafið að einhverju enn meira,“ sagði Stefanía G. Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Þekkingarnetsins.

 -

Mynd: Elín Rán Björnsdóttir og Stefanía G. Kristinssdóttir undirrita samkomulagið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.