Þáttaskil á fréttavefnum

Nú um áramótin verða þáttaskil í rekstri fréttavefsins austurglugginn.is. Ritstjóri austfirska fréttablaðsins Austurgluggans, Steinunn Ásmundsdóttir, sem hefur undanfarna 15 mánuði sinnt fréttaskrifum á vefinn í sjálfboðavinnu til hliðar við fullt starf sitt að fréttablaðinu, mun nú hverfa frá vefskrifum og einbeita sér að blaðinu. Steinunn þakkar lesendum vefsins samfylgdina þennan tíma og óskar Austfirðingum og landsmönnum öllum farsældar og samstöðu á nýju ári.

flugeldasning.jpg

Þessa fimmtán mánuði var í gangi sameiginlegt átak Útgáfufélags Austurlands, sem gefur út fréttablaðið, og Austurnets við að halda úti öflugum fréttavef, en ljóst þykir að finna þarf honum raunhæfan tekjufarveg og er unnið að því þessa dagana. Línur munu væntanlega skýrast snemma í janúar. Austurnet mun að öllum líkindum taka fréttavefinn upp á sína arma og fréttablaðið Austurglugginn koma lítið eða ekkert að honum, þrátt fyrir að sama nafni verði vísast áfram haldið á fréttavefnum, enda orðið fast í sessi.

Um 1600 fréttir hafa verið settar á vefinn á þeim tíma sem átakið stóð yfir og samkvæmt mælingum fjölgaði heimsóknum á vefinn til muna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.