Starfsmaður ráðinn til Matvælamiðstöðvar Austurlands

Matís hefur ráðið Hrund Erlu Guðmundsdóttur til starfa hjá Matvælamiðstöð Austurlands (MMA) en hún hóf störf í byrjun nóvember.  Hrund útskrifaðist með BS próf frá Matvælafræðiskori Háskóla Íslands 2003.  Hún starfaði hjá Actavis á árunum 2005-2009 og Vífilfelli 2002-2005.  Hrund er ráðin sem verkefnastjóri hjá Matís og mun sjá um verkefni MMA í samvinnu við samstarfsaðila verkefnisins, sem eru Þróunarfélag Austurlands, mjólkurframleiðendur á Héraði, Búnaðarsamband Austurlands, Auðhumla, sveitarfélagið Fljótsdalshérað og Matís.

Stefnt er að  því að Matvælamiðstöðin verð formlega opnuð í janúar.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.