Sjávarútvegsfyrirtæki studdu frambjóðendur mest

Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Brimberg og Gullberg gáfu mest til tveggja frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningarnar í vor.

 

Þetta kemur fram í tölum sem Ríkisendurskoðun birti í dag. Þar er aðeins um stikkprufur að ræða.

Samkvæmt tölunum kostaði framboð Tryggva Þórs Herbertssonar, sem komst í annað sæti listans og inn á þing, tæpar 1,3 milljónir króna. Af því greiddi Tryggvi Þór 520 þúsund sjálfur en Eskja styrkti hann um hámarksupphæð, 300 þúsund krónur. N1, Vátryggingafélagið og Samskip styrktu Tryggva um 150 þúsund hvert.

Framboð þingmannsins Arnbjargar Sveinsdóttir, sem varð undir í prófkjörinu, kostaði tæpa eina milljón króna. Seyðfirsku útgerðarfyrirtækin Brimberg og Gullberg styrktu hana um 250 þúsund krónur hvort. Arnbjörg lagði tæpar 400 þúsund krónur fram sjálf og einn einstaklingur styrkti hana um 100 þúsund.

Bæði framboðin komu út á sléttu. Ríkisendurskoðun birti ekki tölur annarra frambjóðenda úr kjördæminu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.