ME áfram í Gettu betur

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum er komið áfram í aðra umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, eftir 22-19 sigur á liði Menntaskólans við Sund í gærkvöldi. gettu_betur_me_jan10_web.jpgLið ME hafði undirtökin allan tímann og var 18-15 yfir eftir hraðaspurningar. Mótherjarnir mættu vel undirbúnir til leiks enda varð keppnin mjög góð. MS-ingar eru þannig næst stigahæsta taplið keppninnar til þessa.

Fjölbrautarskóli Austur-Skaftafellssýslu var sleginn út af Menntaskólanum á Laugarvatni 20-8. ML-ingar voru yfir eftir hraðaspurningar, 14-6.
Lið Verkmenntaskóla Austurlands mætir Verkmenntaskólanum á Akureyri á mánudagskvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.