Knattspyrnusumarið 2015: Einherji

fotbolti einherji sindri bikar 0004 webÞað var frekar erfitt tímabil á Vopnafirði síðasta sumar hjá Víglundi Páli Einarssyni og lærisveinum hans í Einherja. Liðið endaði í 8 sæti af 10 og skoraði einungis 24 mörk, minnst allra liða í deildinni. Einherja til varnar þá voru þeir nýliðar í deildinni og náðu að halda sér uppi, svo það er afrek út af fyrir sig.

Sending úr Pepsi

Fyrir nokkrum dögum varð ljóst að Todor Hristov kemur til með að spila með Einherja í sumar en það er mikill liðsstyrkur en Todor spilaði með Víking Reykjavík síðasta sumar. Kristján Bohra kemur síðan til með að klæðast appelsínugulu eftir að hafa leikið með Skallagrími. Þá er Snorri Eldjárn Hauksson kominn í Einherja en Snorri á fjöldan allan af leikjum með Dalvík/Reyni. Dilyan Nikolaev Kolev til með að spila á Vopnafirði í sumar en hann lék með KF síðasta sumar.

Liðið hefur tapað tveimur góðum varnarmönnum en Kristófer Einarsson er farinn í Hött og þá verður Jón Orri Ólafsson ekki með þeim í sumar skv. fotbolti.net.

Að öðru leyti er hópurinn nokkuð svipaður og í fyrra og hefur því haft fínan tíma til að slípast til.

Varla upp, varla niður

Ef að Einherji ætlar að gera betur í sumar en síðasta sumar þá þarf liðið að byrja á því að skora fleiri mörk. Með Einherja leikur Sigurður Donys Sigurðsson og ætti hann að vera fullfær um að skora helling af þeim ef hann heldur sér heilum. Þá verður áhugavert að sjá hvernig Víglundur leysir úr því að hafa misst tvo góða varnarmenn frá síðasta sumari.

Liðið verður tæplega í neinum stórkostlegum vandræðum í sumar og má búast við þeim um miðja deild, en hver veit, kannski gerist eitthvað kraftaverk á Vopnafirði í sumar.

Lykilmaður: Sigurður Donys Sigurðsson
Spá: 6-8

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.