Takk fyrir mig Jörundur!

jorundur leiksyning webFöstudaginn hinn síðasta fór ég á frumsýningu Leikfélags Fljótsdalshéraðs á leikverkinu „Þið munið hann Jörund." Það er ekki í fyrsta sinn sem ég mæti á sýningu Leikfélagsins og ekki heldur það síðasta ef skaparinn minn hefur þá ekki ákveðið annað.

Í hvert sinn sem minnst er á leikrit í mín eyru, hvort heldur útvarpsleikrit eða þá sjónleik fer hugur minn á flug, hjartað slær örar og eftirvæntingin fyllir loftið. Það er bara svo gaman í leikhúsi!

Sýningarnar eru að sjálfsögðu eins misjafnar og leikstjórarnir og leikendurnir eru margir en það er samt alltaf eitthvað svo ævintýralegt við þær allar.

Leiksýningin að þessu sinni var eitt af þessum stórkostlegu ævintýrum þar sem allt er eins og það á að vera samt líka svo óvænt og það besta var kannski að sögulokin voru ekki svo ýkja sorgleg.

Er það ekki frábært að allt sé til staðar, góður leikstjóri, leikarar,leikmunasmiðir, og allir hinir?

Það er erfitt að ætla að tíunda hughrifin sem ég varð fyrir, hamingjuna vegna leikendanna, gleðinnar vegna söngs- og undirleiks og hugmyndaflugsins vegna leikmyndarinnar og leikstjórnarinnar. Allt small þetta saman eins og einn ævintýraheimur.

Ég veit að ég er hrifnæm og gleymi mér oft, enda hverf ég oftast inn í þann heim sem í boði er en!!!!!!

Kærar þakkir fyrir mig, kærar þakkir fyrir að gleðja mig eina kvöldstund, hún er geymd en ekki gleymd. Ekki láta ykkur svo detta í hug að ég fari að gera upp á milli leikendanna, þeir eru mér ógleymanlegir.

En hvernig má það samt vera að karl geti leikið konu án þess að það verði hjákátlegt? Hvernig má það vera að söngurinn um Efemíu valdi táraflóði? Hvernig má það vera að þrumuraust bresti aldrei eða að bókari kitli hláturtaugarnar svo um muni?

Kæru samferðamenn, farnist ykkur vel.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.