Björgunarkerra Björgunarsveitarinnar Héraðs

bjorgunarkerra baldur nikkiÁrið 2012 þegar við vorum nýtekin við stjórn Bsv Héraðs og enginn peningur var til í kassanum kom Nikulás Bragason með grein úr Morgunblaðinu og sagði mér að við yrðum að sækja um styrk. Blaðagreinin fjallaði um styrktarsjóð ISAVIA sem átti að úthluta úr til björgunarsveita í nágrenni flugvalla. Umsókn átti að skila inn í febrúar með kostnaðaráætlun um hvað ætti að nota peninginn í. Nikulás var með hugmynd að kerru með búnaði sem hægt væri að nota í hópslysum, atburðum þar sem væru margir slasaðir.

Við höfðum samband við heilsölu sem selur sjúkrabúnað og fengum tilboð. Það var til heppileg kerra hjá Dekkjahöllinni. Samkvæmt tilboðinu og verði á kerrunni sömdum við kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 6 milljónir og sendum umsókn til Landsbjargar sem sér um ISAVIA-sjóðinn. Við fengum strax loforð um hæðsta styrk 1.4 milljónir og þá var ekki eftir neinu að bíða, drifum okkur í bankann til að fá lán svo hægt væri að byrja.

Búnaður pantaður og greiddur og skýrsla send til Landsbjargar til að fá styrkinn greiddan út. Brunavarnir á Héraði og Baldur Pálsson lögðu til geymsluhúsnæði fyrir kerruna. Nikulás og Baldur unnu svo í að breyta kerrunni og raða í hana.

Við höfum haldið áfram að sækja um styrki frá hinum ýmsu aðilum. Við höfum fengið styrki frá Dekkjahöllinni, Landsvirkjun, Eimskip, Alcoa Fjarðaál, Donna og Brunavörnum á Héraði .

ISAVIA á 3 milljón,
Alcoa Fjarðaál 1 milljó.,
Landsvirkjun 500 þús.,
Eimskip afslátt af fluttningi á búnaði,
Dekkjahöllin töluverðan afslátt af kerru,
Donna 20% afslátt
Brunavarnir lögðu til húsnæði og efni í breytingar á kerrunni
Nikulás á mestan heiðurinn af allri vinnu og hugmyndina. Baldur vann með Nikulási að breytingum. Aðalsteinn og Jón Eiður komu að uppröðun í kerruna.

Í kerrunni er sjúkrabúnaður fyrir stórslys, börur, skröpur, skeljar, teppi, hjartastuðtæki, blóðþrýstingsmælar, hlustpípur, súrefnismettunarmælir, spelkur af hinum ýmsu gerðum, KED-vesti, bakbretti, brunagel, plástrar og grisjur af mörgum gerðum. Við verklok er kerran komin í mun meira en 6 milljónir.

Kerran verður geymd í húsnæði Brunavarna á Héraði.

Virðingarfyllst
Steinunn H. Inigmarsdóttir
Bsv. Hérað

Baldur og Nikulás við kerruna. Mynd: Aðsend

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.