„Svona stórir leikar útheimta vinnuafl allra“

„Andrésar andar leikarnir eru svo skemmtilegir að fólk sækir þá aftur og aftur, koma janfvel þó svo börnin séu orðin of gömul til að taka þátt, bara til þess að upplifa stemmninguna,“ segir Björgvin Hjörleifsson, þjálfari alpagreina hjá Skíðafélagi Fjarðabyggðar, en leikarnir voru haldnir á Akureyri um liðna helgi.



Rúmlega sjötíu iðkendur frá Skíðafélagi Fjarðabyggðar kepptu á mótinu sem og töluverður hópur frá Skíðafélaginu í Stafdal á Seyðisfirði, en mótið markar lok skíðavetursins.

„Hópurinn stóð sig með prýði, betur en von var til eftir einstaklega slakan skíðavetur, en hafa ber í huga að til dæmis skíðasvæðið í Oddsskarði var lokað 22 daga í febrúar og ekkert hægt að æfa.“



Allir leggjast á eitt

Björgvin er engin nýgræðingur í greininni og hefur þjálfað skíðakrakka í fjörutíu ár. „Mér finnst þetta alltaf jafn gaman, það er frábært að vinna með körkkum og sjá árangur af því sem maður er að miðla fyllir mann lífsorku.“

Björgvin segir mikla gleði hafa ríkt í hópnum um helgina. „Okkar hópur hélt saman nánast allur, við gistum á Hótel KEA þar sem allt aðlæti var glæsilegt. Það er svo bara þannig að svo stórir leikar sem þessir útheimta vinnuafl allra, þjálfara, foreldra, annarra aðstandenda sem og iðkendanna sjálfra. Það leggjast allir á eitt við að gera þetta sem allra best.“

Hér má sjá öll úrslit helgarinnar sem og ljósmyndir. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.