KR of stór biti fyrir Leikni – Myndir

Leiknir er úr leik í bikarkeppni karla eftir 1-4 tap fyrir KR í Fjarðabyggðarhöllinni í kvöld. Gestirnir úr Vesturbænum náðu tökum á leiknum með marki snemma en Fáskrúðsfirðingar hættu aldrei og uppskáru mark.


Leiknismenn byrjuðu á pressu og markvörður KR þrufti að vera á varðbergi til að berja boltann af höfðu Javier del Cueto eftir langt innkast. En á liðunum munar heilli deild, fyrir utan annan mun á aðbúnaði og aðstöðu – og hann sagði fljótt til sín.

KR-ingar ógnuðu af hægri kantinum og Kenny Chopart var viljugur til að hlaupa af þeim vinstri til að mæta fyrirgjöfum. Einmitt þannig kom fyrsta markið á 11. mínútu. Bakvörður KR komst upp að endamörkum vinstra megin og sendi fyrir á Chopart sem skallaði boltann inn.

Refsað fyrir fyrsta færið með öðru marki

Næstu tuttugu mínúturnar komust Leiknismenn varla af eign vallarhelmingi. KR-ingar héldu boltanum, snertingar Leiknismanna voru í formi hreinsana sem gestirnir unnu auðveldlega aftur. Þeir fóru hins vegar að færa sig framar, einkum með sóknum upp hægri kantinn í gegnum Valdimar Inga Jónsson. Eftir eina slíka Pepelu nálægt marki KR en fast skot hans úr þröngu færi fór framhjá.

Þetta var besta færi Leiknis í fyrri hálfleik. Og eins kalt og það var kom annað mark KR skömmu síðar. Robert Winogrodzki, markvörður, hafði varið frábærlega frá Tobias Thomsen. KR-ingar héldu boltanum og vippuðu honum inn á teiginn, Robert hljóp út í boltann en missti af honum og Tobias skoraði í autt markið.

Orkan í ranga átt

Þetta mótlæti fór skiljanlega í skapið á Fáskrúðsfirðingum. Um tíma misstu þeir sjónar á leiknum en eyddu kröftunum þess í stað í dómarann. Hann hefði hins vegar frekar getað refsað þeim. Jesus Suarez fékk verðskuldað gult spjald fyrir að strauja KR-ing í skyndisókn og Sólmundur Aron Björgólfsson var heppinn að sleppa án refsingar þegar hann dúndraði boltanum í bak liggjandi KR-ingsins. Leiknismenn umkringdu dómarann síðan til að mótmæla broti sem þeir töldu sig hafa átt að fá skömmu áður.

Í næstu sókn var brotið á leikmanni Leiknis með að stíga aftan á hæl hans og hálfklæða hann úr skónum. Þegar dæmt hafði verið vakti Leiknismaðurinn enn frekari athygli á brotinu með að sparka skó sínum hátt upp í loftið áður en hann gekk á sokkaleistunum þangað sem taka átti aukaspyrnuna.

Jesus skorar

Leiknismenn gerðu sig líklega til að reyna að pressa á KR í upphafi seinni hálfleiks, enda svo sem von í stöðunni 0-2. Í sinni fyrstu sókn splundruðu KR-ingar hins vegar Leknisvörninni með nokkrum einföldum sendingum og Tobias skoraði þriðja mark þeirra eftir sendingu frá hægri. Eftir það gátu KR-ingar hægt ferðina, þeir héldu boltanum og hægðu ferðina. Leiknismenn reyndu að elta en höfðu lítinn árangur upp úr erfiði sínu. Þeir áttu sóknir en engin alvöru færi. KR skoraði hins vegar fjórða mark sitt á 77. mínútu þegar Chopart komst inn fyrir vörnina vinstra megin eftir langa sendingu.

Leiknismenn héldu hins vegar áfram leit sinni að markinu til að létta lundina og uppskáru það á 88. mínútu. Fyrirliðin Jesus Suarez var þá óvaldaður á miðjum vítateignum og skallaði hornspyrnu frá hægri af afli í markið.

Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0002 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0008 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0013 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0015 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0022 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0024 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0025 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0027 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0029 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0035 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0039 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0041 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0044 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0052 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0053 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0054 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0057 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0059 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0062 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0065 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0069 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0074 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0088 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0092 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0093 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0095 Web
Fotbolti Leiknir Kr Mai17 0098 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar