Knattspyrna: Mjög, mjög gott að vera lausir við fallið - Myndir

Fjarðabyggð er sloppið við fall úr annarri deild karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli við Hött á laugardag. Þjálfarinn þakkar nýjum leikmönnum sem komu til liðsins um mitt sumar viðsnúning á seinni hluta tímabilsins.

„Ég get ekki fyllilega lýst því hvernig mér líður en mér líður mjög, mjög vel,“ sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Fjarðabyggðar eftir leikinn gegn Hetti.

Leikurinn var fremur tilþrifalítill, eftir því sem á leið bárust fréttir af því að þriðja liðið í fallbaráttunni, KV, væri að tapa og þá nægði Fjarðabyggð eitt stig til að tryggja sætið. „Já, eftir að við heyrðum það var ekki spurning um að ná þessu stigi bara örugglega og halda okkur í deildinni.“

Framan af sumri var útlitið ekki svona gott hjá Fjarðabyggð. Úr fyrstu átta leikjum tímabilsins náði liðið aðeins í fimm stig. Það náði í tvo sigra og þar með sex stig áður en tímabilið var hálfnað. Síðan Síðan hafa bæst við 14 stig í tíu leikjum.

„Við byrjuðum mótið skelfilega, fengum eitt stig í fyrstu fimm leikjunum. Við bættum við tveimur leikmönnum sem efldu sem vöktu liðið og drifu þá sem fyrir voru með sér.

Um leið komumst við í líkamlegra betra ástand. Það skiptir máli en við höfðum það ekki í byrjun sumars því leikmenn okkar voru út um allt.“

Enrique Rivas kom Fjarðabyggð yfir um miðjan fyrri hálfleik en Ignacio Martinez jafnaði fyrir Hött rétt fyrir leikhlé. Dragan var nokkuð ánægður með leikinn, einkum fyrri hálfleikinn.

„Við vorum góðir í fyrri hálfleik og Höttur var heppinn að skora. Við gerðum mistök en það eru alltaf mistök sem verða til þess að andstæðingurinn skorar. Í seinni hálfleiknum var Höttur betri fyrsta kortérið en eftir það tókum við aftur stjórn á leiknum.“

Stefna á stig á Ísafirði

Höttur hefur tveggja stiga forskot á KV og tvö mörk en þarf að minnsta kosti stig vestur á Ísafirði í lokaumferðinni til að tryggja sætið í deildinni.

„Ég er ekki sáttur við stöðuna en svona er fótboltinn. Við verðum að undirbúa okkur og halda markinu hreinu þannig við töpum að minnsta kosti ekki. Ég hef ekki trú á að KV vinni sinn leik með þremur mörkum,“ sagði Nenad Zivankovic, þjálfari Hattar.

Öfugt við Fjarðabyggð fékk Höttur flest sín stig fyrri helming mótsins, úr seinni hlutanum hafa aðeins fengist átta stig og liðið ekki unnið frá 11. ágúst. Síðan eru liðnir fimm leikir.

„Við vorum mjög taugaóstyrkir í byrjun en skánuðum eftir því sem á leikinn leið. Við þurfum ekki að sjá eftir neinu úr þessum leik, bæði lið fengu sín færi.

Við lögðum leikinn upp með það markmið að halda hreinu og reyna að skora 1-2 mörk. Við vissum að Fjarðabyggðarliðið yrði þétt fyrir. Það kom mér á óvart að það stillti upp með fjóra menn í vörn en ekki þrjá og ég bjóst við að liðið lægi aftar á vellinum.“

Fotbolti Hottur Kff Sept17 0001 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0005 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0007 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0009 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0010 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0012 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0013 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0025 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0027 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0031 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0032 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0045 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0047 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0054 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0064 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0068 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0070 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0073 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0078 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0081 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0088 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0089 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0094 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0101 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0107 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0112 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0115 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0116 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0117 Web
Fotbolti Hottur Kff Sept17 0136 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.