Hreyfivika: Zúmbaglaðir Borgfirðingar vissu ekki hvað beið þeirra

Hressar borgfirskar konur á öllum aldri fengu kynningartíma í zúmba í heimabyggð sinni í gærkvöldi. Viðburðurinn var hluti af Hreyfiviku UMFÍ sem nú er í gangi um allt land.


„Þær vissu ekkert út í hvað þær voru að fara en það fóru allir brosandi út og þá er takmarkinu náð,“ segir Auður Vala Gunnarsdóttir sem stýrði æfingunni.

Til leiks mættu fimm fullorðnar borgfirskar konur og tvær yngri . „Við tókum klukkutíma þar sem ég kenndi þeim grunnsporin.“

Zumba er íþrótt upprunnin í Kólumbíu sem byggir á samþættingu fjölbreyttra dansspora. Áætlað er að 15 milljónir manna leggi stund á hana. „Þetta er suður-amerísk leikfimi sem snýst um gleði,“ segir Auður.

„Það er dansað við ákveðin lög og mikið lagt upp úr að allir hafi gaman af. Þetta snýst um að sleppa sér í skemmtilegum hreyfingum og fá bros á andlitið.“

Æfingin var hluti af Hreyfiviku UMFÍ sem stendur yfir um allt land en UÍA heldur utan um hana eystra í samvinnu við íþróttafélög og sveitarfélög. Vikunni lýkur um helgina en dagskrá fjórðungsins má sjá hér. Viðburðir eru í öllum sveitarfélögum Austurlands.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.