Knattspyrna: Alvaro Montejo Calleja snýr aftur til Seyðisfjarðar

huginn ir juni14 0083 webSpænski sóknarmaðurinn Alvaro Montejo Calleja, sem lék með Huginn á síðustu leiktíð, hefur gengið aftur til liðs við félagið og fékk leikheimild í dag. Þessi félagaskipti ættu að styrkja Seyðfirðinga enn frekar í toppbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu.

Alvaro Montejo er 25 ára gamall og er afar hæfileikaríkur leikmaður. Hann átti stóran þátt í velgengni nýliða Hugins í 2. deildinni í fyrra er hann skoraði 13 mörk í 19 leikjum í 2. deildinni í fyrra og var allt í öllu í sóknarleik liðsins. Það kom því engum á óvart að hann var valinn í lið ársins af þjálfurum og fyrirliðum í deildinni á vefsíðunni fótbolti.net.

Huginsmenn eiga leik gegn Ægi frá Þorlákshöfn á Seyðisfjarðarvelli á föstudag kl. 17:00 og eins og áður segir hefur Alvaro fengið leikheimild með Huginn og gæti mögulega tekið þátt. Huginsmenn eru í 3. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir nágrönnum sínum í Leikni.

Uppfært: Alvaro Montejo er einungis í sumarfríi á Seyðisfirði og leikur bara með liðinu í næstu þremur leikjum. Að þeim loknum mun hann snúa aftur til Spánar og leika knattspyrnu þar. Hann fær þó tækifæri til að spila alvöru grannaslag, gegn Hetti á Vilhjálmsvelli síðar í mánuðinum.

Mynd: Alvaro í leik með Huginn síðasta sumar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.