Stefnir í metþátttöku í Urriðavatnssundi

urridavatnssund 0049 webForsvarsmenn Urriðavatnssunds búa sig undir að taka á móti allt að 100 þátttakendum sem yrði mesti fjöldi í sögu sundsins.Tæpar tvær vikur eru í að það verði haldið í sjötta sinn.

Þrjár sundleiðir eru í boði. Lengsta sundið er 2500 metra landvættasund þar sem synt er úr víkinni við aðalstöð Hitaveitunnar og í átt að Bræðratanga.

Síðan 1250 metra sund og loks 400 skemmtisund þar sem synt er út úr Hitaveituvíkinni, umhverfis bauju þar fyrir utan og til baka.

Síðustu tvö sumur hefur sundið verið hluti af fjórþrautinni Landvættur og í ár markar það upphaf þríþrautar Austurlands, Álkarlinum.

Í fyrra luku 55 keppendur sundinu en skipuleggjendur búa sig nú undir að geta tekið á móti allt að 100 þátttakendum. Skráningu í sundið lýkur 18. júlí en lokað verður fyrir hana ef hámarkið næst fyrr. Sundið sjálft verður þreytt að morgni laugardagsins 25. júlí.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.