Körfubolti: Helgi Björn semur við Hött

helgibjornhötturHattarmenn halda áfram að styrkja lið sitt fyrir átökin í Dominos-deildinni á næstu leiktíð. Nú hefur Helgi Björn Einarsson samið við Hött um að leika með félaginu og í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Hattar segir að menn á Héraði séu ánægður með að þessi samningur sé frágenginn.

Helgi Björn kemur til Hattar frá Haukum þar sem hann lék tæpar 20 mínútur að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Helgi er stór og sterkur leikmaður, en á heimasíðu KKÍ kemur fram að hann sé 195 cm á hæð og rúm 100 kíló. Hann ætti því að geta hjálpað Hattarmönnum í baráttunni í teignum á komandi vetri.

Önnur tíðindi úr herbúðum Hattarmanna eru þau að fyrir nokkrum vikum framlengdu Hreinn Gunnar Birgisson, Sigmar Hákonarson, Ásmundur Hrafn, Benedikt Hjarðar og Stefán Númi Stefánsson samninga sína við félagið. Áður höfðu Eysteinn Bjarni og Mirko Stefán samið við félagið.

Mynd: Hafsteinn Jónasson formaður kkd. Hattar og Helgi Björn handsala samninginn.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.