Eggert Gunnþór gengur í Þorskaherinn

eggert gunnthor vestsjaellandKnattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir enska C-deildarliðsins Fleetwood Town. Stjóri liðsins segist sannfærður um að Eskfirðingurinn muni falla vel inn í hópinn.

„Við höfum það á tilfinningunni að við séum að fá góðan leikmenn á góðum aldri sem passi vel inn í það sem við viljum gera. Við teljum að báðir aðilar geti haft hag af samkomulaginu," segir stjórinn Graham Alexander á heimasíðu félagsins.

Eggert Gunnþór á að baki 19 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og yfir 150 leiki í Bretlandi með Hearts í Skotalndi og Charlton og Wolves í Englandi.

Hann kemur á frjálsri sölu frá Vestsjælland í Danmörku en þar lék hann eftir áramótin við ágætan orðstír. Liðið féll reyndar úr dönsku úrvalsdeildinni en liðið komst í úrslit bikarkeppninnar þar sem það tapaði fyrir FC Köbenhavn.

Eggert Gunnþór skrifaði undir tveggja ár samning við Fleewtood en þar hittir hann fyrir Grétar Rafn Steinsson, fyrrum landsliðsmann sem er forstöðumaður hjá félaginu.

„Hann er afar reyndur og mikill keppnismaður. Hann þekkir íþróttina vel og eykur breiddina hjá okkur því hann getur bæði spilað í vörn og á miðju," segir Alexander.

Fleetwood varð í 10. sæti ensku C-deildarinnar á nýliðnum vetri. þar vann liðið sér keppnisrétt vorið 2014 en það var í sjötta sinn á tíu árum sem það fór upp um deild.

Heimavöllurinn heitir Highbury Park en er hins vegar ófjærri hinum fræga velli með sama nafni sem Arsenal lék áður á í Lundúnum því Fleetwood er hafnarborg í Lancashire í norðvesturhluta Englands. Stærstu borgirnar í nágrenninu eru Manchester og Liverpool.

Tengingin við sjóinn sést þó hins vegar skýrt í gælunafni félagsins „The Cod Army" sem ætti að útleggjast sem „Þorskaherinn."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.