Matthías og Valgeir fulltrúar Austfirðinga á Smáþjóðaleikunum

blak bikarhelgi 0043 webBlakmennirnir Matthías Haraldsson og Valgeir Valgeirsson eru eru einu keppendur á Smáþjóðaleikunum, sem settir voru í gærkvöldi, sem skráðir eru í austfirsk félög.

Matthías og Valgeir spila með Þrótti Neskaupstað en Matthías þjálfar einnig kvennalið félagsins. Þeir mæta til leiks klukkan 20:30 þegar íslenska liðið mætir Lúxemborg.

Keppendur með austfirskar rætur eru hins vegar víðar. Í kvennalandsliðinu í blaki eru til dæmis þær Erla Rán Eiríksdóttir og Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, sem aldar eru upp í Þrótti en spiluðu síðasta vetur í Noregi og Svíþjóð.

Þær verða á vellinum í kvöld klukkan 20:30 þegar Ísland mætir Liechtenstein. Á vef Blaksambandsins er haft eftir Jónu Guðlaugu að hópurinn sé afar samrýmdur og stefnan sé sett á sigur en kvennalandsliði hefur tvisvar hlotið verðlaun á Smáþjóðaleikunum.

Þá er ekki úr vegi að nefna að frjálsíþróttaþjálfarinn Unnar Vilhjálmsson, sem ætti að vera Austfirðingum kunnur sem þjálfari og keppandi, er meðal liðsstjóra frjálsíþróttaflokksins. Bróðir hans, Einar Vilhjálmsson, er formaður Frjálsíþróttasambandsins, en þeir eru synir Vilhjálms Einarssonar.

Ekki má heldur gleyma að Austfirðingar eru meðal fjölda sjálfboðaliða sem gera leikana að veruleika og verða meðal annars að störfum við blak og frjálsíþróttir.

Valgeir einbeittur í leik með Þrótti. Mynd: GG

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.