Setti nýtt Íslandsmet í snörun

bjarmi hreinsson 0003 februar15Bjarmi Hreinsson, lyftingamaður frá Egilsstöðum, sló nýverið Íslandsmetið í snörun í 94 kg flokki karla á Íslandsmótinu í ólympískum lyftingum.

Bjarmi snaraði upp 132 kílógrömmum í þriðju tilraun í keppninni. Hann hafði áður lyft 125 kg en mistekist við 129 kg.

Þá setti Bjarmi einnig Íslandsmet í mesti þyngd sem lyft er í snörun og jafnhendingu, en hann lyfti 152 kg í jafnhöttun og þar með alls 284 kg.

Bjarmi setti Íslandsmet, 152 kg, í jafnhendingu í janúar en Guðmundur Högni Hilmarsson sló það í lok apríl á Evrópuleikum smáþjóða.

Bjarmi keppir fyrir Lyftingafélag Reykjavíkur en hann æfir þar meðfram námi í höfuðborginni. Hann keppti áður með Hetti í frjálsum og gat sér gott orð í kastgreinum, líkt og faðir hans, Hreinn Halldórsson.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.