Fimleikaþjálfarinn tók áskoruninni um að lita hárið ljóst

audur vala ljoska 0006 webAuður Vala Gunnarsdóttir, yfirþjálfari fimleikadeildar Hattar, lét undan áskorun tveggja flokka deildarinnar um að lita hárið á sér ljóst. Það gerði hún með ærinni fyrirhöfn og talsverð óþægindi.

„Sjáið hvað þið hafið gert!" sagði Auður Vala þegar hún afhjúpaði ljósa hárlitinn fyrir iðkendum á æfingu á þriðjudag og fékk stuðningsorð í ætt við „ég hélt þetta yrði enn verra."

Vormót Fimleikasambands Íslands fór fram á Egilsstöðum í umsjá Hattar um síðustu helgi. Fyrir mótið hét Auður Vala iðkendum í 1. flokki því að hún myndi skipta dökka hárinu út fyrir ljóst ef þeir stæðu öll stökk.

Það gekk ekki eftir og sagði Auður Vala að fimleikastúlkurnar hefðu verið mjög leiðar yfir því. Þriðji flokkur fékk þá heimild til að ganga inn í áskoruninni sem Auður Vala samþykkti.

Sá flokkur náði heldur ekki takmarki sínu en Auður Vala segist samt hafa látið undan.

„Flokkarnir stóðu sig vel og voru stutt frá sigri. Það var búið að skipuleggja áskorunina vandlega og myndast mikil stemming í kringum hana því krakkarnir voru sannfærðir um að ég myndi aldrei lita hárið á mér ljóst. Í ljósi þess að mótið gekk vel ákvað ég að koma þeim á óvart," sagði Auður.

Í hádeginu á mánudag fór hún því inn á hárgreiðslustofuna Caró þar sem við tók sex tíma ferli við að reyna að lýsa hárið á henni, sem hefur haldist dökkt frá því hún var á sautjánda aldursári, en meðal annars þurfti að sérpanta litunarefni sunnan úr Reykjavík.

Þá tók við leikurinn að hylja hárið en Auður Vala var með buff á höfðinu þar til að æfingunni kom seinni part þriðjudags.

Hún kvaðst þó ekki ætla að ganga lengi um með ljósa hárið, annar tími í litun væri pantaður eftir helgi.

audur vala ljoska 0008 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.