Öldungamótið hafið: Unnið fram á nótt í tjöldunum

oldungatjald inni webtjald fholl webFlautað var til leiks á Öldungamótinu í blaki klukkan átta í morgun. Sjálfboðaliðar voru að fram yfir miðnætti við að koma uppblásnum risatjöldum fyrir í Fjarðabyggðarhöllinni.

Upphaflega stóð til að reisa tjöldin á gervigrasvellinum í Neskaupstað en það var ekki hægt vegna veðurs. Í gærmorgun var ákveðið að reisa tvö tjöld með alls fjórum völlum í höllinni á Reyðarfirði og nýta íþróttahúsið á Fáskrúðsfirði undir þrjá velli.

Síðustu sjálfboðaliðarnir fóru heim frá Reyðarfirði upp úr miðnætti í en þá var lokið við að blása upp tjöldin, koma fyrir í þeim keppnisgólfum og stilla upp keppnisvöllum. Þeir höfðu þá verið að í meira en hálfan sólarhring og gott betur því lítið var sofið síðustu nótt.

Þeir fengu hins vegar góða hjálp því aðstoðarfólk úr nágrannaþorpum svo sem Eskifirði, Reyðarfirði, Egilsstöðum og Fáskrúðsfirði rétti fram hjálparhönd.

Þá var í gærkvöldi haldið öldungaþing í Egilsbúð en þar eru reglur mótanna staðfestar og kosið um mótsstað næsta árs. Garðabæ, Vestmannaeyjar og Mosfellsbær sækjast eftir mótinu að ári en úrslitin verða væntanlega kunngjörð í lokahófinu á laugardag.

Leikið verður frá 8:00-20:00 í dag og á morgun og frá 8:00-14:00 á laugardag.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.