Fellaskóli sigraði Austurlandsriðil Skólahreysti - svipmyndir

skolahreysti 2015 egsFellaskóli komst í úrslit Skólahreysti annað árið í röð eftir spennandi undankeppni á Egilsstöðum fyrir skemmstu. Stórir hópar af litríku stuðningsfólki skólanna fylgdu liðunum og létu ekki sitt eftir liggja og studdu lið sín af lífi og sál. Keppnirnar voru teknar upp og verða sýndar á RÚV miðvikudaginn 15. apríl.

Skólahreysti er nú haldin í ellefta sinn í ár með þátttöku yfir 100 grunnskóla af öllu landinu. Landsbankinn er sem fyrr aðalbakhjarl Skólahreysti og mun fylgja keppninni um allt land.

Skólarnir tíu af Austurlandi sem tóku þátt voru: Brúarásskóli, Egilsstaðaskóli, Fellaskóli, Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar, Grunnskóli Hornafjarðar, Grunnskóli Reyðarfjarðar, Grunnskólinn á Eskifirði, Nesskóli, Seyðisfjarðarskóli og Vopnafjarðarskóli.

Það var Fellaskóli sem hampaði sigri með 50 stig og vann sér þar með þátttökurétt í úrslitakeppni Skólahreysti 22. apríl. Í öðru sæti varð Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar með 48 stig og í þriðja sæti varð lið Egilsstaðaskóla sem náði sér í 47 stig.

Í liði Fellaskóla eru þau Guðjón Ernir Hrafnkelsson, Mikael Arnarson, Salka Sif Þorvaldsdóttir Hjarðar og Þórey Hjördís Einarsdóttir.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.