Fjórar frá Þrótti með kvennalandsliðinu í blaki á Ítalíu

blak throttur ka kvk 14032015 0016 webFjórir leikmenn Þróttar eru í A-landsliði kvenna og U-19 ára landsliðinu sem dvelja á Ítalíu um páskana við æfingar og undirbúning fyrir Smáþjóðaleikana í sumar.

Alls var farið út með 18 manna landsliðshóp á þriðjudagsmorgun, níu í hvoru liði.

Í U-19 ára liðinu eru þær María Rún Karlsdóttir, Særún Birta Eiríksdóttir og Heiða Elísabet Gunnarsdóttir en Lilja Einarsdóttir í A-landsliðinu.

A-landsliðið tekur þátt í æfingamóti með landsliði San Marino og ítölsku neðrideildarliði en U-19 ára liðið spilar 6-7 leiki í mótinu Easter Volley. Til leiks mæta 90 liðs víðs vegar að úr heiminum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.