Blak helgarinnar: Lykilleikir við KA

blak bikarhelgi 0004 webBlaklið KA eru á leiðinni austur í Neskaupstað þar sem þau mæta Þrótti í alls þremur leikjum um helgina og ljúka þar með deildakeppni sinni. Leikirnir eru sérstaklega mikilvægir fyrir kvennaliðið sem þarf að ná stigum til að komast í úrslitakeppnina.

Stelpurnar eru í fjórða sæti þremur stigum á undan Þrótti Reykjavík sem á leik til góða. Einn sigur ætti að duga til að tryggja fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina en hann er ekki í húsi enn.

KA er hins vegar í sjötta og síðasta sæti deildarinnar og hefur ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum í vetur.

Fyrri leikurinn verður klukkan 18:30 í kvöld en sá seinni 16:00 á morgun.

Í karlaflokki er Þróttur í þriðja sæti með 21 stig en hefur leikið einum leik meira en Stjarnan, sem er í öðru sæti með 25 stig og KA sem er í því þriðja með 15 stig.

Þar sem þetta er síðasti deildarleikur Þróttar á liðið ekki möguleika á að ná Stjörnunni en þarf hins vegar stig til að gulltryggja þriðja sætið gagnvart KA.

Auk þess eiga strákarnir harma að hefna þar sem þeir töpuðu 3-0 fyrir KA í undanúrslitum bikarkeppninnar um síðustu helgi.

Liðin mætast 14:00 á laugardag. Leikirnir verða sýndir beint á: http://www.ustream.tv/channel/throtturnesblak

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.