Blak kvenna: Hingað á maður að vilja koma á hverju ári - Myndir

blak bikarhelgi 0067 webUng kvennalið Þróttar í blaki tapaði 0-3 fyrir Aftureldingu í undanúrslitum bikarkeppninnar í Laugadalshöll í gær. Þjálfarinn segir að hópurinn hafi samt öðlast dýrmæta reynslu.

Afturelding er með langsterkasta lið landsins í vetur og hefur varla tapað hrinu á tímabilinu. Það er ekki bara að Mosfellsliðið hafi besta byrjunarliðið heldur getur það stillt upp tveimur nánast jafn sterkum línum.

Þróttarliðið átti aldrei möguleika í gær. Afturelding náði strax 2-8 forskoti í fyrstu hrinu og innan skamms var munurinn orðin tíu stig, 3-13. Eftir það tókst Þrótti aðeins að róa leikinn en tapaði samt 11-25.

Svipað var uppi á teningnum í annarri hrinu þar sem Afturelding komst í 1-6, svo 5-17 og vann loks 8-25.

Þriðja hrinan var langbest hjá Þrótti og var liðið með naumt forskot framan af. Afturelding tók leikhlé í stöðunni 7-7 og vaknaði til lífsins í kjölfarið og skoraði níu stig í röð. Eftir annað leikhlé Þróttar komst aftur jafnvægi í hrinuna sem Afturelding vann 13-25.

„Við vissum að það væri við hálfgert ofurefli að etja en við hefðum samt viljað gera betur," sagði Matthías Haraldsson, þjálfari Þróttar, í samtali við Austurfrétt eftir leikinn.

„Við gerðum of mörg einstaklingsmistök sem gáfu þeim stig. Þær eru alveg fullfærar um að vinna sín stig sjálfar.

Stelpurnar héldu hins vegar áfram allan tímann og verðskulda hrós fyrir það. Ég held að þær hafi gert allt sem þær gátu."

Margar stelpnanna í liðinu voru að spila í fyrsta sinn í höllinni og það fer í reynslubankann. „Það er nauðsynlegt að fá nasaþefinn af bikarnum. Hingað á maður að vilja koma á hverju ári. Við eigum enn inni að lyfta dollunni.

Við lögðum upp með að hafa gaman af því að spila við flottar kringumstæður. Ég held við höfum gert það þótt við hefðum viljað fleiri stig."

blak bikarhelgi 0069 webblak bikarhelgi 0070 webblak bikarhelgi 0077 webblak bikarhelgi 0079 webblak bikarhelgi 0081 webblak bikarhelgi 0085 webblak bikarhelgi 0089 webblak bikarhelgi 0093 webblak bikarhelgi 0098 webblak bikarhelgi 0103 webblak bikarhelgi 0111 webblak bikarhelgi 0116 webblak bikarhelgi 0119 webblak bikarhelgi 0130 webblak bikarhelgi 0134 webblak bikarhelgi 0138 webblak bikarhelgi 0139 webblak bikarhelgi 0143 webblak bikarhelgi 0144 webblak bikarhelgi 0145 webblak bikarhelgi 0147 webblak bikarhelgi 0152 webblak bikarhelgi 0159 webblak bikarhelgi 0161 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.