Íþróttir helgarinnar: Þróttur í bikarúrslitum í blaki, Höttur getur farið upp og Íslandsmeistarar austur

blak throttur hk bikar 0286 webLið Þróttar spila um helgina í úrslitakeppni bikarkeppninnar í blaki sem fram fer í Laugardalshöll. Höttur tekur á móti FSu í hreinum úrslitaleik um sæti í úrvalsdeild að ári og Íslandsmeistarar Stjörnunnar í knattspyrnu karla heimsækja Fjarðabyggð í Lengjubikarnum.

„Við ætlum að leggja allt í þetta og hafa rosalega gaman af því að spila við flottar aðstæður í höllinni," segir Matthías Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Þróttar í blaki.

Karlaliðið ríður á vaðið klukkan 14:00 á morgun þegar það mætir KA í undanúrslitum en kvennaliðið spilar við Aftureldingu klukkan 16:00. Úrslitaleikirnir verða á sunnudag.

Í fyrstu deild karla í körfuknattleik tekur Höttur á móti FSu í nánast hreinum úrslitaleik um hvort liðið fer beint upp í úrvalsdeild klukkan 18:30.

Höttur er með sex stiga forskot en FSu á leik til góða. „Áhorfendur mega búast við hörku körfuboltaleik. Það er mikið undir og það skiptir allt máli í kvöld," segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.

Hann segir alla leikmenn Hattar tilbúna í leikinn. „Það eru allir með í kvöld, menn gleyma öllum eymslum í svona leikjum. Þetta verður svo skemmtilegt."

Íslandsmeistarar Stjörnunnar í knattspyrnu karla heimsækja Fjarðabyggð í Fjarðabyggðarhöllinni klukkan 14:00 á laugardag í A-deild Lengjubikarsins.

Strax í kjölfarið eða klukkan 16:00 mætast Höttur og Leiknir þar í B-deild.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.