Yfir sextíu keppendur frá Hetti á Íslandsmóti í hópfimleikum

fimleikar hottur februar15Fimleikadeild Hattar átti 63 keppendur á Íslandsmótinu í hópfimleikum sem haldið var í Kópavogi fyrir skemmstu. Öll lið félagsins voru í A-deild.

Keppendur Hattar voru á aldrinum 9-17 ára og hluti þeirra var að taka þátt í sínu fyrsta móti á vegum Fimleikasambandsins.

Á haustmóti sambandsins er raðað niður í deildir eftir árangri og að þessu sinni náðu öll Hattarliðin inn í A-deild.

Bestum árangri náðu lið Hattar 9 ára og 14-15 ára sem urðu í 2. sæti, lið Hattar í flokkum 10-11 ára og 12-13 ára urðu í 3. sæti og 13-17 ára liðið í 6. sæti.

Ferðin var einnig nýtt til æfinga í sérhæfðum fimleikahúsum á höfuðborgarsvæðinu

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.