Toppliðin mætast í körfunni: Nauðsynlegt að vinna á heimavelli

karfa hottur valur des14 0071 webHöttur tekur á móti FSu í toppslag fyrstu deildar karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Þjálfari Hattar vonast eftir góðum stuðningi heimamanna í leik sem skipti liðið miklu máli. Blaklið Þróttar spila heimaleiki um helgina.

„Leikurinn leggst vel í okkur og strákarnir hafa verið vel stemmdir á æfingum í vikunni. Vonandi koma bæjarbúar í baráttuna með okkur og fylla áhorfendapallana," segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, í samtali við Austurfrétt.

Liðin mættust áður í nóvember og þá vann FSu 76-63 á Selfossi.

„FSu eru með gott lið, þeir eru með fínar skyttur og vilja spila hraðan bolta. Við spiluðum hörkuleik við þá á Selfossi þar sem við vorum inní leiknum þar til lítið var eftir þrátt fyrir mikil veikindi í hópnum."

Höttur er í dag í efsta sæti með 20 stig en hefur leikið leik meira en FSu sem er með 16 stig. Það er því von á hörkuleik.

„Það væri stórt fyrir okkur að taka sigur og eiginlega nauðsynlegt uppá innbyrðis úrslit liðanna ef við verðum jafnir þeim í lok tímabilsins."

Blaklið Þróttar spila bæði heimaleiki um helgina. Kvennaliðið leikur tvo leiki gegn HK og hefst sá fyrri 20:00 í kvöld en sá seinni 12:00.

Karlaliðið fær Þrótt Reykjavík í heimsókn og hefst sá leikur klukkan 14:00 eða að kvennaleiknum loknum.

Báðir leikirnir verða sendir út beint á Ustream-rás Þróttar: http://www.ustream.tv/channel/throtturnesblak

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.