Íþróttir helgarinnar: Mikilvægur sigur Hattar á Hamri

karfa hottur hamar 05042013 0013 webHöttur heldur efsta sætinu í fyrstu deild karla í körfuknattleik eftir mikilvægan útisigur á Hamri. Þróttur komst í þriðja sætið í Mizuno-deild karla í blaki með góðum heimasigri á Aftureldingu um helgina.

Höttur og Hamar mættust í hörkuleik í Hveragerði á föstudagskvöld. Heimamenn höfðu undirtökin framan af en Hattarmenn voru aðeins einu stigi undir eftir fyrsta leikhluta, 30-29.

Það var síðan um miðjan annan leikhluta sem Höttur náði undirtökunum og komst yfir 43-45 eftir að jafnt hafði verið 41-41 og 43-43. Egilsstaðaliðið lauk leikhlutanum vel og var 47-54 yfir í hálfleik.

Munurinn varð aldrei mikill en forskotið létu Hattarmenn aldrei af hendi, voru 74-80 yfir eftir þriðja leikhluta og innsigluðu 95-102 sigur.

Tobin Carberry var stigahæstur Hattarmanna með 35 stig en Ragnar Gerald Albertsson skoraði 26 og Nökkvi Jarl Óskarsson 20.

Á laugardag tók blaklið Þróttar á móti Afturelding og vann 3-0 eða í hrinum 25-14, 25-19 og 25-9.

Þróttarar höfðu talsverða yfirburði í leiknum en gestirnir gerðu mörg mistök og gekk illa að sækja stig.

Leikurinn átti að fara fram í desember en var þá frestað vegna veðurs.

Landsliðsmennirnir Valgeir Valgeirsson og Matthías Haraldsson voru stigahæstir hjá Þrótti með 20 og 11 stig.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.